Hver er þinn uppáhaldsfugl ?

eftir Ritstjórn

Á árinu 2021 var Heiðlóan kosin uppáhaldsfuglinn í vali á fugli ársins en fuglavernd stendur nú í annað sinn fyrir vali á uppáhaldsfugli ársins.

Markmiðið með kosningu á Fugli ársins er að draga fram nokkrar fuglategundir sem finnast hér á landi og fjalla um mikilvæg búsvæði og fæðuval þeirra og einnig að líta á áætlaðar stofnstærðir þeirra og stöðu stofnanna í Evrópu og hér á Íslandi. 

Með þessu vill Fuglavernd leggja sitt af mörkum um að efla fræðslu, samtal og umfjöllun um stöðu fuglastofna hér á landi og um mikilvægi fugla í lífríkinu. Íslandi hefur ákveðna sérstöðu þegar kemur að fuglum, hér eru tiltölulega fáar tegundir en hjá sumum þeirra eru hlutfallslega stórir stofnar og Ísland því mikilvægt land fyrir fugla ekki síður en okkur mannfólkið.

Þú getur valið þinn uppáhaldsfugl með því að fara inn á þessa síðu hér FUGLAVERND

Tengdar greinar