Helga Möller 65 ára syngur fyrir jólin að vanda

eftir Ritstjórn

Helga Möller er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Helga á langan söngferil að baki og lög hennar hafa átt miklum vinsældum að fagna, svo ekki sé minnst á jólalögin en Helga hefur í gegnum tíðina komið mikið fram á aðventunni og sungið á jólahlaðborðum um allan bæ. Í ár ætlar Helga að koma fram á tónleikum Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, í Salnum í Kópavogi 24. nóvember og verður dóttir hennar Elísabet Ormslev þar gestasöngvari. Jólahlaðborðin taka svo við og kemur hún til með að syngja mest á Bryggjunni í Grindavík þetta árið

Helga hefur verið að kenna söng í Söng­skóla Maríu Bjarkar sem hún kann mjög vel við. Þar kennir hún nemendum 16 ára og eldri en áður kenndi hún aðallega krökkum. Auk þess að kenna söng þá er hún að koma fram söngkona. Helga syngur á tónleikum, í brúðkaupum, við útfarir og í afmælisveislum og er oft fengin sem leyni­atriði. En Helga segir að söngurinn muni alltaf fylgja sér en hún starfaði lengi vel sem flugfreyja. Helga Möller er fjölhæf kona og tekur núna líka að sér fararstjórn í ferðum erlendis og er að fara eftir áramót með íslendinga í heilsuferðir til Póllands.

Viðtal við Helgu í heild má finna hér www.mosfellingur.is

Og fyrir þá sem vilja fara að koma sér í hátíðarskap mælum við með að hlusta á Helgu Möller syngja þetta fallega lag sem einhvern veginn er og verður alltaf tengt við hana og kemur öllum í aðventugírinn

Tengdar greinar