Hvatagreiðslur til eldri borgara í Reykjanesbæ

eftir Ritstjórn

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar tók fyrir á síðasta fundi sínum drög að reglum sem taka eiga gildi 1.janúar næstkomandi. Markmið með hvatagreiðslum er að hvetja eldri íbúa í Reykjanesbæ til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.

Niðurgreiðslurnar sem eru að hámarki 45.000 á hvern iðkanda 67 ára og eldri ná til félaga- og viðurkenndra aðila sem eru með skipulagða kennslu/þjálfun.

Fyrir er Reykjanesbær með sambærilegar greiðslur til 4-18 ára ungmenna.

Tengdar greinar