Samverustund gefur gull í mund

eftir Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir

Margir velja að setja sér nýársheit. Ég myndi hvetja sem flesta til að setja sér það nýársheit að heimsækja einhvern sem ekki gefst alltaf mikill tími til að hitta eins og t.d. ömmu og afa eða langömmu og langafa. Bros og faðmlag kostar ekkert en getur gefið svo mikið af sér. Hægt væri að grípa með sér tafl, púsl eða spil og eiga skemmtilega samverustund.

Sumir hafa mikla gleði af bókalestri, að lesa uphátt einn kafla eða hluta bókar og ræða svo saman í kjölfarið. Einnig getur verið gaman að ráða gátur, þrautir eða fara með gamlar vísur og svo mæli ég með að kíkja inn á ordla.is og hjálpast að við að leysa þær orðaþrautir. Göngutúr innandyra á göngum eða bílakjallara eða utandyra þar sem aðgengi er gott gefur af sér á svo marga vegu.

Handsnyrting, naglalakk, rúllur í hárið eða lita augabrúnir og plokka hefur glatt marga á meðan aðrir verða þakklátir fyrir snjómokstur eða láta bera salt eða sand við útidyrahurðina eða á bílaplanið. Kíkja á kaffihús eða koma með kaffihúsið með sér í heimsókn til ömmu og afa hjálpar til við að gera dagamun og einhvern tímann var mér sagt að sérbakað vínarbrauð og kleinur væru líkleg til að slá í gegn.

Svo má ekki gleyma handboltanum sem heillar marga þessar vikurnar, líka ömmu og afa. Það getur breytt miklu að horfa á hann í góðum félagsskap. Það sem heimsóknin getur gert fyrir þau er að skapa tækifæri á njóta fyrri hlutverka sem gestgjafi, fara út úr húsi eða eiga góða samverustund. Því fylgir mögulega þjálfun í formi hreyfingar og heilaleikfimi, að þurfa að hlusta, hugsa og bregðast við því sem er sagt gegnum spjall um allt eða ekkert.

Margt smátt gerir eitt stórt, þetta þarf ekki að vera mikið og taka langan tíma en ein stutt heimsókn reglulega getur breytt miklu fyrir þá sem fá fáar heimsóknir og allir dagar að miklu leyti eins. Settu þér nýársheit að fara í heimsókn á ca 2-3 vikna fresti sem allir njóta góðs

Tengdar greinar