Hætt að vinna, farin að leika ! Námskeið í Endurmenntun HÍ

eftir Ritstjórn

Áhugavert 15 klst námskeið verður haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands 11.marz til 21.marz. Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem eru að huga að því að ljúka starfsævi, eru að minnka vð sig vinnu eða eru þegar hættir á vinnumarkaði.

Fjölmargar rannsóknir sýna mikilvægi þess að geta alla ævi notið sín, lært, hlegið, kynnst nýju fólki og fundið tilgang í öllum breytingum í lífinu. Námskeiðið býður upp á hlaðborð af ævintýrum þar sem áhersla er á gleði, sköpun, húmor, fræðslu, valdeflingu og fleira.

Markmiðið er að auka vellíðan, gleði, hamingju og bjartsýni þátttakenda. Kennarar á námskeiðinu eru m.a Edda Björgvinsdóttir leikkona, Guðrún Bergsteins lögmaður, Lilja Lind Pálsdóttir sem þekkir vel til lífeyrismála og fleiri

Nánari upplýsingar eru hjá Endurmenntun hér

Tengdar greinar