Heimsmetabókin og íslenskur raunveruleiki

eftir Ritstjórn

Í heimsmetabók Guinners má reglulega sjá met slegin í hinu og þessu á heimsvísu. En skyldu það alltaf vera raunveruleg heimsmet eða eigum við á okkar litla landi kannski bestu heimsmeistarana ?

Fyrir stuttu greindi heimsmetabók Guinners frá elsta manninum sem opinberlega hefur verið skráður í sögubækur fyrir að standa á haus. En það er hann Tony frá Quebec í Kanada 75 ára en hann vildi sýna fram á að það væri hægt að halda áfram að gera frábæra hluti á öllum aldri. Hann mun reyndar alltaf hafa verið í líkamlegu formi og oft gengið á höndum sér sem ungur maður. Hann æfir reglulega höfuðstöðurnar samhliða því að gera 20 armbeygjur. Dóttir hans segir að hann hafi getað staðið á haus síðan hún man eftir sér.

EN hann Tony er nú bara unglingur miðað við hann Óskar Hafstein Ólafsson sem við fjölluðum um s.l haust og lesa má um hér en hann er 90 ára og er ekki í vandræðum með að standa á haus. Spurning hvort hann þurfi ekki að komast í heimsmetabókina og toppa Kanadamanninn opinberlega ?!

Lesa má færsluna um Óskar Hafstein Ólafsson hér og færsluna um Tony hér

Tengdar greinar