Debbie Harry 76 ára var líklegast bara heppin að eigin sögn

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í frétt á vísir í gær var sagt frá því að Debbie Harry, rokkstjarnan í Blondie væri á landinu á RIFF kvikmyndahátíðinni vegna stuttmyndar sem gerð var um tónleikaferð hennar til Kúbu en hún lét gamlan draum rætast um tónleikaferð þangað árið 2019.

Debbie Harry sem í gegnum tíðina hefur verið þekkt fyrir sinn sérstaka stíl og fallegt útlit lítur enn glæsilega út.

Sumir verða hressir á efri árum út af ástæðu s.s hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og fleirum þáttum. En ástæðan fyrir því að Debbie er svona hress 76 ára er ekki alveg ljós en hún segir sjálf að hún hafi líklega bara verið heppin í lífinu.

Debbie elskar ennþá að koma fram og segist vera háð fagnaðarlátum. En áður fyrr voru fréttirnar af Debbie þær að hún væri frekar háð ólöglegum fíkniefnum t.d heróíni og einnig verkjatöflum. Hún gekk í gegnum marga erfiða lífsviðburði á sínum yngri árum. Debbie Harry var ættleidd sem lítið barn en varð í raun ekki fræg poppstjarna fyrr en eftir þrítugt. Henni hefur verið rænt, henni nauðgað, hún lifði af að falla í dá þegar hún var með lungnabólgu, flúði ofbeldisfullt samband og svo mætti lengi telja.

En hún öðlaðist líka heimsfrægð með hljómsveit sinni og var dýrkuð og dáð af heimsbyggðinni. Hún hefur alltaf dýrkað að koma fram og gefa af sér.

Debbie Harry er „survivor“. Af öllum þeim atburðum sem hún hefur lent í gegnum lífið og því sem hún hefur sjálf skapað sér hefur hún komið að því er virðist ósködduð út úr þeim Sjálf segir hún „Við gerum öll mistök, en málið er að læra af þeim og gera svo einhver önnur mistök“

Við vonum svo bara að Blondie með Debbie Harry í fararbroddi muni halda tónleika á Íslandi fljótlega. En þangað til getum við hlustað á hana hér;

Tengdar greinar