Dagdvölin Bjargið byrjar með heilsueflingarverkefni

eftir Ritstjórn

Dagvölin Bjargið sem Vestmannaeyjabær rekur hefur stigið mikilvægt skref í átt að bættum lífsgæðum fyrir þá eldri borgara sem þangað mæta.

Janus heilsuefling hefur í samvinnu við Vestmannaeyjabæ starfrækt heilsueflingu fyrir íbúa 65 ára og eldri í yfir fjögur ár, með góðum árangri. Hingað til hefur verkefnið verið í íþróttahúsinu en núna er þjónustan útvíkkuð yfir til þeirra sem njóta þjónustu dagdvalarinnar. Markmið verkefnisins er einmitt að bæta lífsgæði eldri aldurshópa og huga að heilsutengdum forvörnum og það er aldrei of seint að byrja að vinna að betri heilsu.

Að sögn Ragnheiðar Geirsdóttur deildarstjóra dagdvalarinnar er mikill áhugi fyrir heilsueflingunni. Gerðar hafa verið ýmsar mælingar s.s blóðþrýstingsmælingar,fituprósenta, jafnvægis og þolmælingar. Farið yfir vatnsinntöku og fleira. Ragnheiður sagði að þjálfari frá Janusi muni svo koma 2x í viku með styrktarþjálfun.

Tengdar greinar