Heimsendur matur ekki alls staðar heitur matur

eftir Ritstjórn

Heimsendur matur er mikilvægt úrræði og liður í því að eldri borgarar geti búið sem lengst í heimahúsum þrátt fyrir skerta færni.

Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga skulu sveitarstjórnir sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi eftir þörfum. Þar er m.a. átt við heimsendingu matar að uppfylltu þjónustumati.

Á meðan sum sveitarfélög senda út til þeirra sem metnir eru í þörf, heitan mat í hádeginu alla daga vikunnar boðar Reykjavíkurborg að kaldi maturinn sem sendur er út hjá þeim verði sendur út 3x í viku í stað daglega. Fólk geti þá hitað hann upp allt að fimm daga gamlan.

Það eru því mismunandi útfærslurnar á því sem gert er til að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu.

Tengdar greinar