Heilsa eins – allra hagur. Upptaka af heilbrigðisþingi

eftir Ritstjórn

Þann 10.nóvember s.l var haldið heilbrigðisþing um lýðheilsu á hótel Hilton Nordica og voru gestir á fjórða hundrað. Heilsa eins – allra hagur var yfirskrift þingsins. Heilbrigðisþing hefur verið haldið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna til ársins 2030 var í mótun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti þingið.

Á þinginu voru kynnt drög að aðgerðaáætlun um lýðheilsustefnu sem verkefnahópur sem skipaður var af heilbrigðisráðherra vinnur að. Horft er til þess að framlög fyirlesara og annarra sem tóku þátt í þinginu 10.nóvember muni nýtast við mótun aðgerðaáætlunarinnar.

Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru á þinginu s.s frá Hans Kluge framkvæmdarstjóra evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Ölmu Möller landlæknir, Janus Guðlaugssyni og mörgum fleirum.

Fyrir þá sem misstu af þinginu er hægt að hlusta á heilbrigðisþingið í heild eða velja úr einstaka fyrirlestra hér

Tengdar greinar