Lífið heldur áfram þrátt fyrir aldurslega löggildingu

eftir Gísli Valtýsson

Það kallar á breytt lífsmynstur að hætta á vinnumarkaði eftir áratuga störf. Sumum finnst eins og þá séu alltaf sunnudagar. En lífið heldur auðvitað áfram, en á breyttum forsendum. Hjá mörgum verða barnabörnin stærri hluti af tilverunni eftir starfslok. Ýmsar tómstundir sem áður var ekki tími til að sinna fá aukið vægi. – Sumir eru vel undir starfslokin búnir, aðrir ekki eins og gengur. Þetta er því ekki einsleitur hópur sem verður „eldri borgarar“, heldur ótrúlega litríkur, flottur og orkumikill hópur og margir enn í fullu fjöri og tilbúnir í ný verkefni. Eða eins og einhver sagði: Það er ekki amalegt að vera eldri borgari, nú getur maður gert allt sem mann langar yfir hábjartan daginn, skroppið upp á land á virkum degi.

Fólk leggst ekki sjálfkrafa í kör við það að mæta ekki lengur til vinnu að morgni; síður en svo. Þá er einmitt tíminn til að lifa og njóta, og gott að hafa fastan lið í tilverunni eins og t.d. Félag eldri borgara, þar sem maður er mannsins gaman.

Tengdar greinar