Stefna í málefnum eldri borgara í mótun

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Heilbrigðisráðuneytið er að láta vinna drög að stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2030. Á heilbrigðisþingi sem haldið verður 20. ágúst næstkomandi verður stefnumótun á þessu sviði til umfjöllunar.

Við stefnumótunina verður horft til heildarskipulags þjónustu við aldraðra, samþættingar milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs á milli þessara þjónustustiga. Einnig skal taka mið af nýjum áskorunum og viðfangsefnum til framtíðar á þessu sviði og fjallað um mögulegar breytingar á framkvæmd þjónustunnar og skipulagi hennar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og hjá nágrannaþjóðum.

Áhersla verður lögð á að við stefnumótunarvinnuna verði haft samráð við notendur öldrunarþjónustu og aðstandendur þeirra um allt land og einnig við þá aðila sem helst koma að þjónustu við aldraða, hvort heldur hjá ríki, sveitarfélögum eða einkaaðilum.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdarstjóri öldrunarheimila Akureyrar og félagsráðgjafi hefur verið fenginn til að vinna drög að stefnunni og verður áhugavert að fylgjast með.

Nánar á vef stjórnarráðsins; https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/04/07/Stefna-um-heilbrigdisthjonustu-vid-aldrada-i-motun-verdur-umfjollunarefni-heilbrigdisthings-2021/

Tengdar greinar