Leiðbeiningabæklingur „Við andlát maka“

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Nýverið gaf Landssamband eldri borgara út bæklinginn „Við andlát maka“ sem ætlaður er aðstandendum og þá aðallega eldra fólki. Landssamtökin vilja með því hjálpa fólki við erfiðar og tilfinningaríkar aðstæður til að létta þá ferla sem fara í gang við andlát maka segir á heimasíðu samtakanna www.leb.is. Aðstandendur standa oft uppi ráðalausir eftir ástvinamissi og það kemur oft á óvart hversu mikið umstang er í kringum hluti sem snúa að réttindum og hvert á að snúa sér í hinum ýmsu málum. Þá er gott að hafa þennan bækling til að styðjast við því sorgin ein og sér er nægjanlega erfið þó ekki bætist við að þurfa sjálfur að finna út úr „praktískum“ hlutum í sorgarferlinu.

Guðrún Ágústsdóttir sem verið hefur ráðgjafi hjá Landsambandi eldri borgara tók bæklinginn saman og aflaði margvíslegra upplýsinga fyrir eftirlifandi maka um hvað beri að gera. Elsa S.Þorkelsdóttir lögfræðingur veitti lagalega ráðgjöf og Júlía Róbertsdóttir sá um grafíska hönnun. Félagsmálaráðuneytið styrkti útgáfuna. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af bæklingnum hér að neðan ;

Tengdar greinar