Aldrei of gömul til að dansa

eftir Ritstjórn

Við erum aldrei of gömul til að dansa. Dans er góð hreyfing sem hægt er að stunda hvort sem fæturnir bera mann uppi eða ekki. Dans er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér í formi, einn eða með öðrum og það sem heldur manni í formi styrkir í leiðinni hjartað. Þegar árin færast yfir er mikilvægt að halda jafnvægi sem aldrei fyrr og dansinn bætir jafnvægið svo sannarlega. Það er líka hægt að dansa depurð og leiða í burtu með dansi undir skemmtilegri tónlist. Síðast en ekki síst hafa rannsóknir sýnt fram á að dans bæti heilaheilsu og geti jafnvel verið verndandi gegn heilabilun, því í dansinum þarftu að hugsa hratt um næsta spor eða næstu hreyfingu.

Það er því um að gera að horfa á myndbandið hér að neðan til að koma sér af stað.

Tengdar greinar