Félagsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf við eldri borgara í Hafnarfirði

eftir Ritstjórn

Sú nýbreytni og nýjung hefur verið tekin upp í þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði að  bjóða upp á fasta opna tíma í félags- og lögfræðiráðgjöf í Hraunseli, Flatahrauni 3 , þar sem fjölbreytt  félagsstarf eldri borgara er rekið.

Markmið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að auka þjónustu við eldri borgara og auðvelda þeim aðgengi að upplýsingum. Aðgangur hefur verið að félagsráðgjafa í Ráðhúsi Hafnarfjarðar en nú hefur þjónusta lögfræðings bæst við.

Hér er um nýmæli í þjónustu við eldri borgara að ræða og þessi viðbótarþjónusta í takt við önnur verkefni og áherslur að færa þjónustuna nær íbúum. Var þetta verkefni sett á eftir ákall eldri borgara sjálfra um aukna þjónustu. Sjá má nánar um verkefnið á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar hér

Tengdar greinar