Er hægt að flýta töku ellilífeyris ?

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Þeir sem eru 65 ára geta sótt um ellilífeyri gegn varanlegri lækkun á greiðslum. Skilyrði fyrir snemmtöku er þó að umsækjandi sæki einnig um hjá öllum lífeyrissjóðum sem hann á rétt hjá.

Ellilífeyrir og tengdar greiðslur lækka hlutfallslega til frambúðar, byggt á tryggingafræðilegum grunni, ef greiðslur hefjast fyrir 67 ára aldur.

Fyrstu 12 mánuðina lækka greiðslur um 6,6% (0,55*12)

Næstu 12 mánuði lækka greiðslur um 6,0% (0,5*12)

Umsækjandi sem flýtir töku um 24 mánuði er með 87,4% greiðslurétt. Nánari upplýsingar má fá hjá Tryggingastofnun ríkisins, á vefsíðunni www.tr.is eða í næsta umboði Tryggingarstofnunar um land allt.

Tengdar greinar