Herraferðir gegn einmanaleika

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í kvöldfréttum í ríkissjónvarpinu í kvöld er sagt frá því hvernig skipulögð sveppatínsla hjálpar dönskum eldri mönnum sem glíma við einmanaleika og sorg. Skipuleggjendur trúa því að samveran geti bæði lengt og bætt líf mannanna til muna.

Mennirnir sem um ræðir þekktust ekkert fyrir nokkrum mánuðum en hittast núna vikulega og leita að sveppum. Í sveitarfélaginu Tönder kallast verkefnið „Herraferðir gegn einmanaleika“. Einnig er hægt að skrá sig í fuglaskoðun og sveppatínslu.

Talað er við einn mann sem er ekkill og segir hann sveppaferðirnar gera sér gott, annars sitji hann of mikið við tölvuna.

Í samantekt danska heilbrigðisráðuneytisins eru ótímabær dauðsföll mun líklegri hjá fólki sem finnur fyrir einmanaleika. Markmiðið með verkefninu er að minnka líkurnar á einmanaleika og einangrun meðal karlanna og þar með bæta og jafnvel lengja líf þeirra.

Aldur er bara tala mælir með útfærslu á þessu verkefni á Íslandi sem þó líklegast er til í einhverri mynd. Allar hugmyndir sem dregið geta úr einmanaleika eldri borgara eru mikilvægar og nauðsynlegar.

Hér má sjá þessa áhugaverðu frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld í heild sinni :

https://www.ruv.is/frett/2021/10/18/sveppatinsla-gegn-einmannaleika

Tengdar greinar