Á degi íslenskrar tungu, verðlaunaafhending og myndband þar sem Jónas nútímans labbar um bæinn

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í dag er dagur íslenskrar tungu. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Þennan dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða. Sérstaklega hefur deginum verið gert hátt undir höfuð í grunnskólum landsins enda hvergi mikilvægara að varðveita og efla íslenska tungumálið en hjá ungu kynslóðunum.

Við þurfum öll að standa saman og nota íslensku á öllum sviðum samfélagsins og varðveita þennan mikilvæga menningararf sem tungumálið okkar er.

Á hverju ári veitir menningarráðuneytið verðlaun og viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Í ár fór verðlaunaathöfnin fram í Þjóðminjasafni Íslands og hlaut Arn­ald­ur Indriðason, einn fremsti glæpa­sagna­höf­und­ur íslendinga verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Þá hlaut Vera Ill­uga­dótt­ir, dag­skrár­gerðar­kona á RÚV einnig sér­staka viður­kenn­ingu.

Á síðu Mjólkursamsölunnar má finna stórskemmtilegt myndband sem gert var í tilefni dagsins þar sem Jónas Hallgrímsson er leikinn í nútímanum og tekur rölt um bæinn

Tengdar greinar