Er þetta nóg fyrir salti í grautinn ?

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Tryggingastofnun ríkisins er búin að uppfæra upphæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2023 í ljósi þeirra hækkana sem urðu um áramót skv. ákvörðun Alþingis.

T.d er ellilífeyrir óskertur 307.829 kr á mánuði. Heimilisuppbót til ellilífeyrisþega er 77.787 kr. á mánuði en til að eiga rétt á henni er skilyrði að vera einhleypur og búa einn með einhverjum undantekningum þó. Uppbót vegna reksturs bifreiðar verður 21.520 kr en til að eiga rétt á henni þarf að liggja fyrir hreyfihömlunarmat frá TR (www.tr.is)

Í dag var frétt í Fréttablaðinu um að holskefla hækkana nálgist á heildsöluverð matvöru. Að almennt virðist verð hækka á bilinu 5-12 prósent. Á síðasta ári hafði matvöruverð hækkað um 10,1 %. Að ekki sé talað um allar þær hækkanir sem orðið hafa á húsnæðisverði, hvort sem um er að ræða á leiguverði eða fasteigna og rekstrarkostnaði á eigin húsnæði.

Komi engar aðrar greiðslur til en þær sem ellilífeyrisþegar fá frá TR er eðlilegt að spyrja hvort þær séu nóg fyrir salti í grautinn ?

Tengdar greinar