Hverjar eru áherslur Ábyrgrar framtíðar í öldrunarmálum ?

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í dag fáum við að lesa um svör Ábyrgrar framtíðar við spurningum um áherslur í öldrunarmálum

Hvaða áherslur hafið þið varðandi lífeyrismál eldri borgara ?

Við lítum á það sem forgangsmál að beita bestu vísindalegu þekkingu til að enda kófið eins hratt og hægt er.  Ef það verður ekki gert strax, munu allir lífeyrissjóðirnir fá högg og kjör aldraðra versna verulega frá því sem nú er á næsta kjörtímabili.  Þetta er best gert með að leyfa áhrifaríkar lækningar sem ekki eru leyfðar hér í dag en eru notaðar víða um heim, efla heilbrigðiskerfið tímabundið og vernda eldri sem vilja mjög vel tímabundið meðan faraldurinn gengur yfir. Allt verður svo opnað og öllum takmörkunum lift, þannig að ónæmi myndist á náttúrulegan hátt meðal þeirra hraustari sem þá byrja að vernda hina viðkvæmari. Þessu er lýst betur á heimasíðu okkar http://www.abyrgframtid.is

Varðandi aðrar áherslur í lífeyrismálum, þá viljum við tala gegn hvers kyns tekjutengdum skerðingum sem oft má flokka sem hrein mannréttindabrot.  Mannréttindi á ekki að skammta, heldur eiga allir að njóta jafnra réttinda óháð aldri.

Hvaða áherslur hafið þið varðandi þjónustu við eldri borgara í heimahúsum þegar færnin minnkar ?

Hugmyndir félags eldri borgara um að efla þurfi millistig milli elliheimila og fólks sem býr í heimahúsum eru mjög áhugaverðar, og við myndum styðja slíkt eins og hægt er.  

Eru þið með áherslur hvað varðar forvarnir- og endurhæfingu fyrir eldri borgara til að halda færni sem lengst ?


Við  erum almennt mjög fylgjandi öllum slíkum forvörnum og endurhæfingu sem auka sjálfstæði og færni fólks sem lengst.  Eins viljum við ekki standa í vegi fyrir að fólk vinni sem lengst, eins og það hefur vilja og getu til.

Eruð þið með á stefnuskránni að fjölga hjúkrunarrýmum eða gera einhverjar breytingar hvað hjúkrunarheimili varðar ?

Við höfum enn ekki neina fastmótaða stefnu á þessu sviði, aðra en að enda kófið eins hratt og hægt er svo fjármagn verði til fyrir ný hjúkrunarrými.  Fjölgun hjúkrunarrýma er eðlilega mikilvæg, en það mætti þó meta þörf á slíkum með tilliti til þeirra áhrifa sem aukning á framboði millistigs milli hjúkrunarheimila og þeirra sem búa sjálfstæðir heima hjá sér, hefur í för með sér.  Slík áhersla gæti minnkað álag á hjúkrunarheimilin, því fleirum yrði gert kleift að búa lengur heima hjá sér og halda sjálfstæði sínu.  Eins myndum við leita leið til að auka fjármagn til slíkra framkvæmda  t.d. með að liðka fyrir markaðslausnum.

Tengdar greinar