Búið að einfalda ferli umsókna um styrki vegna næringarefna og sérfæðis

eftir Ritstjórn

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að einfalda umsóknarferli vegna styrkja sem veittir eru til niðurgreiðslu á næringarefni eða sérfæðis fyrir einstaklinga sem á því þurfa að halda. Með breytingunni verður það á hendi þess heilbrigðisstarfsmanns sem vinnur að lausn á næringarvanda einstaklings að annast umsóknina. Krafa um læknisvottorð fellur brott nema í undantekningartilvikum þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja vottorð læknis nauðsynlegt. Breytingin er gerð í samræmi við ábendingu Landspítala. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um þessa breytingu hefur verið send Stjórnartíðindum og öðlast gildi við birtingu

Frétt af vef heilbrigðisráðuneytisins www.stjornarradid.is

Tengdar greinar