Veitir Viagra vörn gegn Alzheimer ?

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Í grein í Fréttablaðinu er greint frá nýrri rannsókn bandarísks vísindafólks þar sem sagt er frá að þeir sem taka inn lyfið Viagra séu tæplega 69 % minna líklegir til að þróa með sér sjúkdóminn Alzheimer. Niðurstöðurnar voru birtar í vísindatímaritinu Nature Aging en rannsakendur segja þó að of snemmt sé að fullyrða um beint orsakasamhengi á milli inntöku lyfsins og minni hættu á að fá Alzheimer.

Rannsóknin var gerð við Cleveland Clinic og nýtti vísindafólkið sér gögn úr erfðaefnisgagnagrunnum til að kanna hvort eitthvert að þeim 1600 lyfjum sem samþykkt eru af bandaríska lyfjaeftirlitinu gæti komið að gagni við að meðhöndla Alzheimer. Einnig nýtti vísindafólkið sér gagnagrunn með sjúkragögnum frá meira en sjö miljón Bandaríkjamanna til að skoða tengsl á milli notkunar síldenafíl sem er í Viagra og þróunar Alzheimers, með því að bera saman þá sem neyttu lyfsins við þá sem það gerðu ekki. Niðurstöðurnar bentu til þess minni líkur væru á Alzheimer hjá þeim sem neyttu lyfsins.

Nú þarf að ráðast í frekari rannsóknir til að sjá hvort hægt verður að mæla með því að taka viagra við alzheimer, á þessu stigi er þó ekki mælt með því en það verður áhugavert að fylgjast með nánari rannsóknum á þessu sviði.

HÉR má lesa rannsóknina

Tengdar greinar