4 ÞÆTTIR SEM AUKA LÍFSLÍKUR

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Rannsókn Johns Hopkins á 6200 konum og körlum sem framkvæmd var yfir 8 ára tímabil leiddi í ljós að þeir sem tileinkuðu sér 4 venjur umfram aðrar juku lífslíkur sínar umtalsvert.

En hvað gerum við til að lifa lengur ? Hér eru 4 þættir sem geta haft áhrif á það, allt eitthvað sem ætti að vera frekar auðvelt að tileinka sér.  Er þetta of einfalt til að vera satt ?

1. EKKI REYKJA

Heilbrigt fólk reykir ekki, svo einfalt er það. Ef þú þyrftir að velja eitt af þessum fjórum atriðum er þetta það mikilvægasta.  Reykingar auka líkurnar m.a á krabbameini og hjartaáföllum, engar nýjar upplýsingar hér semsagt.

2. HALTU ÞÉR Í KJÖRÞYNGD

Heilbrigðasta fólkið í rannsókninni var með BMI stuðulinn undir 25. Þú getur reiknað hann út frá ákveðinni formúlu (http://www.mni.is/mni/calculations.aspx) en kannski það sem er mikilvægast til að hafa líkamsstuðulinn BMI í lagi er að fylgja atriði 3 og 4 hér að neðan.

3. STATTU UPP OG HREYFÐU ÞIG

Þú þarft ekki að hlaupa maraþon eða hringinn í kringum blokkina. Hreyfðu þig í a.m.k 30 mínútur á dag flesta daga vikunnar. Þú getur skipt þeim upp í 3x 10 mínútur ef það hentar betur, 10 mínútna ganga á morgnana, önnur í hádeginu og svo ein eftir kvöldmat.

4. VELDU HOLLAN MAT

Rannsóknin sýndi fram á að þeir einstaklingar sem fylgdu Miðjarðarhafsmataræðinu voru heilbrigðastir. Miðjarðarhafsmataræðið er ríkt af ferskum ávöxtum og grænmeti, hnetum, hollum olíum, fisk, minna af rauðu kjöti og heilkorna kolvetnum. Lesa má meira um miðjarðarhafsmataræðið í grein hér á síðunni eftir Axel Sigurðsson hjartalæknir https://www.aldurerbaratala.is/lifogheilsa/leyndardomar-midjardarhafsmataraedisins/

Tengdar greinar