Anna og Jón algengustu eiginnöfn á landinu

eftir Ritstjórn

Samkvæmt Hagstofu Íslands í ársbyrjun voru fimm algengustu eiginnöfn karla á Íslandi Jón, Sigurður, Guðmundur, Gunnar og Ólafur.

Fimm algengustu eiginnöfn kvenna eru Anna, Guðrún, Kristín, Sigríður og Margrét.

Þegar horft er til vinsælustu nafna nýfæddra árið 2021 var Aron vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja og þar á eftir Jökull og Alexander. Vinsælustu millinöfni eða annað eiginnafnið hjá drengjum var Þór, Freyr og Máni.

Emilía, Embla og Sara voru vinsælustu stúlkunöfnin á árinu 2021. Vinsælustu millinöfnin eða annað eiginnafnið hjá stúlkum voru Rós, Björk og Ósk.

Það er svo algengara að börn á Íslandi fæðist að sumri og hausti en yfir vetrarmánuðina. Alls eru 51,5 % allra afmælisdaga á tímabilinu frá apríl til september.

Í upphafi árs 2023 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn sinn 1.janúar eða 1246 einstaklingar. Fæstir áttu afmæli á hlaupársdag 29.febrúar eða 234 einstaklingar.

Tengdar greinar