Fjárveiting til eflingar á þjónustu í heimahúsi

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Á heimasíðu stjórnarráðsins fyrir helgi kemur fram að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hafi ákveðið að veita 100 milljónum króna tilað styðja við notkun heilbrigðistæknilausna í þjónustu við fólk í heimahúsi. Markmiðið sé að veita meiri og betri þjónustu heim og auka öryggi og lífsgæði fólks. Tæknilausnir gefi færi á betri nýtingu mönnunar og geti dregið úr innlögnum á sjúkrahús.

Fjárveitingin skiptist þannig að 67 milljónir fara til Heimaþjónustu Reykjavíkur og 33 milljónir til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ritstjórn Aldur er bara tala fagnar framtakinu og bíður spennt eftir að geta flutt fréttir af fjárveitingum til sambærilegrar þjónustu á landsbyggðinni.

Tengdar greinar