Lífið eftir sextugt – viskan sem fylgir reynslunni

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Eftir sextugt má segja að nýtt tímabil hefjist í lífinu. Þá höfum við öðlast áratuga reynslu sem gefur oft dýpri sýn á tilveruna. Við vitum að lífið snýst ekki um að gera allt í einu, heldur að velja það sem raunverulega skiptir máli.

Viska felst ekki aðeins í þekkingu heldur í því að kunna að njóta augnabliksins, meta einfaldleikann og setja fókus á það sem veitir gleði og ró í hjartanu. Með aldrinum lærist líka oft að best sé að sleppa óþarfa áhyggjum og tileinka okkur þakklæti fyrir það sem við höfum.

Lífsskeiðið eftir sextugt er líka einstakt tækifæri til að miðla áfram. Deila sögum, reynslu og viðhorfum með yngri kynslóðum. Það getur verið dýrmæt gjöf – bæði fyrir þá sem hlusta og okkur sjálf að fá að miðla áfram.

Lífið eftir sextugt er því ekki endapunktur heldur gullinn kafli. Þetta eru árin þar sem við getum nýtt styrk okkar, ró og visku til að lifa með meiri meðvitund og gleði en nokkru sinni fyrr.

Tengdar greinar