Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands

eftir Ritstjórn

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.

Rannveig Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur fékk í dag Fjöreggið sem er viðurkenning Öldrunarráðs Íslands fyrir árið 2024. . Rannveig hefur verið í forystu við innleiðingu Eden stefnunnar á Íslandi og unnið þar gríðarlega mikilvægt starf. Í dag eru 7 hjúkrunarheimili með svokallaða Eden vottun.

Rannveig er stofnandi og verkefnastjóri Eden Íslandi sem ásamt því að vera hjúkrunarfræðingur er með diploma í stjórnun og MSc í kennslu og öldrunarfræði. Hún starfaði í áratugi við hjúkrun í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og lengst á Íslandi.

Rannveig hefur kennt stjórnun og þróun þjónustu aldraðra á ýmsum sviðum, lengst við Háskólann á Akureyri. Hugsjón Rannveigar er og hefur ávallt verið að vellíðan sé sett í fyrsta sæti þeirra einstaklinga sem þurfa þjónustu og stuðning sem og þeirra sem þjónusta og styðja aðra

Hér afhendir Jórunn Frímannsdóttir formaður Öldrunarráðs Rannveigu fjöreggið

Eden stefnan

Eden Alternative eru alþjóðleg samtök sem hafa það markmiði að þróa viðhorf og menningu við umönnun og þjónustu þeirra sem þurfa stuðning við daglegt líf. Að stuðla að heimilislegu umhverfi sem er hlýlegt, mannvænt og eflir lífsgæði. Eden hugmyndafræðin hefur reynst áhrifarík til að viðhalda og efla sjálfræði, tengsl og vellíðan íbúa, aðstandenda og starfsfólks.

Tengdar greinar