Halla Tómasdóttir forseti og Björn bóndi blótuðu þorra í liðinni viku og heimsóttu eldri borgara á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þjóðlegur matur og söngur í bland við gleði og glens lyftir sannarlega andanum í myrkinu og óveðrinu segir á fésbókarsiðu Höllu. Elvis Íslands skemmti og fékk Valdimar Víðisson bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Björn eiginmann Höllu til liðs með sér.
Sólrún er félagsráðgjafi með víðtæka þekkingu af öldrunarmálum bæði sem ráðgjafi og stjórnandi. Hún starfar í dag sjálfstætt að verkefnum er varða öldrunarmál og sem félagsráðgjafi hjá HSU en hefur einnig lagt stund á framhaldsnám í öldrunarfræðum.