Veðrinu – veðrið breytist dag frá degi, stundum á milli klukkutíma. Við búum flest í góðum vistarverum þar sem við getum stjórnað hitanum að vild.
Hver árstíð hefur sinn sjarma. Það er nóg af afþreyingu innandyra á rigningardegi og við getum bara klætt veðrið af okkur, já eða fækkað fötum.
Öðrum ökumönnum- Aðrir ökumenn geta verið ansi pirrandi – hanga á vinstri akreininni, nota ekki stefnuljós, flauta af minnsta tilefni eða keyra of hægt.
Kannski ágætt að velta fyrir sér hvernig þú ætlar að breyta þessu fólki – ef þú getur það ekki slepptu því þá að pirra þig á því og sýndu umburðarlyndi. Syngdu svo bara með gömlu slögurunum á Bylgjunni þar til þú kemst á leiðarenda.
Verkjum og eymslum – það að eldast hefur auðvitað ýmislegt í för með sér. Aum mjöðm, stirðleiki, bakverkir og bólgur hér og þar. Minntu þig á að ef þú finnur hvergi til eftir fimmtugt ertu líklegast látinn.
Leggðu þig fram við að vinna með verkina, hreyfðu þig, farðu að lyfta, farðu í sjúkraþjálfun, til kírópraktors, til læknis. Ef ekkert virkar verðurðu líklegast að lifa með þeim en það hjálpar ekki að kvarta yfir þeim.
Að vera settur á bið – að vera settur í bið í símanum getur verið pirrandi. Settu símann þinn á hátalara, eða eyrnartól á og nýttu tímann í eitthvað annað meðan þú bíður.
Unga fólkinu í dag – Gerðir þú aldrei prakkarastrik ? Dyraat eða símaat ? Fórstu alltaf eftir reglunum og fetaðir þann veg sem fullorðna fólkið vildi ? Lærðirðu kannski bara af því og nýttir sem lið í þroskaferlinu og hefur e.t.v frá einhverju fyndnu að segja í dag
Þetta snýst allt um að snúa sjónarhorninu, úr neikvæðu í jákvætt. Úr tuði í lausnir.
Hefurðu það kannski bara nokkuð gott ?